Listakona vikunnar – Hjördís Eyþórsdóttir – Flesh on Earth.

aa

Listamaður/listakona vikunnar hefur vegg í húsnæði til skólans til umráða í eina viku og getur nýtt plássið þar að vild til að sýna verk sín.

Listakona vikunnar er Hjördís Eyþórsdóttir, nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2. Sýnir hún fjórar myndir sem eru hluti af verkinu Flesh on Earth.
.
 Ljósmyndirnar urðu til í vinnustofu hjá Pétri Thomsen þar sem nemendur tókust á við landslagsljósmyndun.
Innblásturinn fyrir verkið kom að mestu eftir miklar umræður um loftlagsmál, hlýnun jarðar og gríðarlega mengun sem stafar af kjötframleiðslu.
Hjördís notar ónýtt kjöt sem henni var gefið að gjöf  og skoðar það náið. Kjötið var eitt sinn hluti af lifandi veru en liggur nú niðurskorið í plastpoka. Innan um blóð, fitu, sinar og vöðva leynist landslag. Við fyrstu sýn virðast þetta vera myndir af landinu, steinar, hraun, klaki og snjór.
Allt líf á jörðinni tengist, öll erum við hluti af henni og ef við erum ekki tilbúin að gera neitt í okkar málum verður líf okkar allra sem helvíti á jörðu.

Hægt er að fylgjast með Hjördísi á
www.instagram.com/hjordix / www.hjordiseythors.com

/sr.