Listakona vikunnar- Kata Jóhanness – Það sem er.

aa
Listamaður/listakona vikunnar hefur vegg í húsnæði til skólans til umráða í eina viku og getur nýtt plássið þar að vild til að sýna verk sín.
Listakona þessarar viku er Kata Jóhanness nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1. Sýnir hún myndir úr verkinu  „Það sem er“

Kata segir þetta: Verkið „Það sem er“ var unnið í vinnustofunni Persónuleg heimildaljósmyndun hjá Einari Fali.

Í þessu verki rannsaka ég líf mitt og reyni að takast á við hræðslu mína við hversu ört það breytist. Það veit enginn hvað verður, en þetta er það sem er.

www.instagram.com/katajohanness

/sr.