Listamaður vikunnar: Anna Margrét Árnadóttir

aa

Listamaður vikunnar hefur vegg í húsnæði til skólans til umráða og getur nýtt það pláss þar að vild í eina viku.

Listamaður vikunnar að þessu sinni er Anna Margrét Árnadóttir sem er nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1.

Að vanda báðum við hana um að svara nokkrum spurningum varðandi verkið og ljósmyndun.

 

Hvað heitir verkið þitt Anna Margrét?

Verkið heitir Sjö dagar

Hvað ertu að fjalla um í verkinu?

Sjö dagar er myndaþáttur sem ég gerði í vinnustofu hjá Spessa á seinustu önn. Í seríunni fór ég yfir allar þær tilfinningar sem ég hafði upplifað vikuna á undan og notaði ég blóm til að túlka þær á myndrænan hátt. Með þessu vildi ég sýna hversu mikill dagamunur getur verið á manneskju sem glímir við þunglyndi og kvíða.

Hverskonar ljósmyndun höfðar mest til þín?

Smekkurinn virðist breytast í hverri viku eftir að hafa byrjað í skólanum. Portrett og tísku ljósmyndun er þó það sem hefur alltaf höfðað til mín mest.

Instagram: https://www.instagram.com/annamargreet/

 
/sr.