Listamaður vikunnar – Bergdís Guðnadóttir – Skógarferð

aa

Listamaður vikunnar hefur vegg í húsnæði til skólans til umráða í eina viku og getur nýtt plássið þar að vild til að sýna verk sín.

Listamaður vikunnar að þessu sinni er Bergdís Guðnadóttir, nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.  Hún sýnir verkið Skógarferð / Walk in the Woods sem hún vann í vinnustofunni Ferðalag en þar unnu nemendur undir handleiðslu Friðgeirs Helgasonar, ljósmyndara.

Bergdís segir þetta um verkið:
Verkinu skilaði ég í vinnustofunni  “Ferðalag”  og  það heitir A Walk in the Woods eða á íslensku Skógarferð. Ég fór í ferðalag um Svartaskóg og að Hvaleyrarvatni sem eru mínir tveir uppáhalds staðir á höfuðborgarsvæðinu. Ég hef farið nokkrum sinnum á þessa staði með myndavél en aðallega til að taka myndir af fólki. Mér fannst ég eiga eftir að labba þarna um ein og taka myndir af því sem ég sæi. Ég einbeitti mér að trjám því þau búa yfir einhverju aðdráttarafli sem togar mig nær, mér finnst tré mögnuð. Ég tók myndirnar á filmu, medium format og 35 mm, litafilmur og svart-hvítar. Ég var ánægðust með svarthvítu 35 mm myndirnar og hélt mig við þær þegar kom að skilum í áfanganum. Ég handstækkaði myndirnar í myrkraherberginu og lét ramma þær inn.
 
 Hægt er að fylgjast með Bergdísi á Instagram.
/sr.