Listamaður vikunnar – Berglind Ýr Jónasdóttir – Skyntruflanir

aa

Listamaður vikunnar hefur vegg í húsnæði skólans til umráða í eina viku og getur notað hann að vild sem tilraunastofu til að birta verk sín. Það er Berglind Ýr Jónasdóttir sem er listamaður vikunnar að þessu sinni. Hún er nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.

Verkið Skyntruflanir vann hún í áfanganum Aðferðir við listsköpun undir handleiðslu Orra Jónssonar.

 

Berglind Ýr segir þetta:
Verkið ber titilinn Skyntruflanir og var fyrst unnið í áfanganum Aðferðir við listsköpun undir handleiðslu Orra Jónssonar, árið 2020. Verkið er könnun á eigin tilfinningum og viðbrögðum við áfalli í fjölskyldunni. Þegar fjölskyldumeðlimur fékk heilablóðfall leitaði ég í myndasafn mitt til þess að vinna mig í gegnum tilfinningar mínar. Heiti verksins, Skyntruflanir, vísar í eitt einkenna heilablóðfalls en það er afar lýsandi fyrir hugarheim aðstandenda hins veika. Þegar heilablóðfall á sér stað verða oft persónubreytingar, líkamleg skerðing á hreyfingu og hæfni en einnig óvissa um bata viðkomandi. Þessar afleiðingar trufla skynjun aðstandenda á persónunni sem þau áður þekktu og við tekur nýr veruleiki. Verkið er í vinnslu.