Listamaður vikunnar hefur vegg í húsnæði til skólans til umráða í eina viku og getur nýtt plássið þar að vild til að sýna verk sín.
Listamaður vikunnar að þessu sinni er Dóra Dúna Sighvatsdóttir, nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2. Sýnir hún verkið „Verður bara verra“ sem hún vann í vinnustofunni Ferðalag undir handleiðslu Friðgeirs Helgasonar.
“Verður bara verra”
Í þessu verki fjalla ég um tilfinningalegt ferðalag. Manneskjan líkt og náttúran er sumsstaðar brotin, annarsstaðar ósnortin, en báðar vinna sem ein heild að einu markmiðið; að lifa fram á næsta dag.
Verkið var unnið úr tveim 35mm filmum og var hver einasta mynd af filmunum notuð í samsetningu verksins. Verkið er prentað á Hahnemühle German Etching pappír í stærð 60 x 45
/sr.