Listamaður vikunnar – Elín Ósk Jóhannsdóttir – Brautin.

aa

LISTAMAÐUR VIKUNNAR HEFUR VEGG Í HÚSNÆÐI TIL SKÓLANS TIL UMRÁÐA Í EINA VIKU OG GETUR NÝTT PLÁSSIÐ ÞAR AÐ VILD TIL AÐ SÝNA VERK SÍN.

Að þessu sinni er listamaður vikunnar Elín Ósk Jóhannsdóttir, nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2. Sýnir hún verkið Brautin en  það  verk vann hún upphaflega  í vinnustofunni Landslagsljósmyndun undir handleiðslu Péturs Thomsen fyrr í vetur.

Elín segir um þetta verk: Hraunið í Hafnarfirði einkennir bæinn, það er mikill ævintýraheimur þar sem hægt er að gleyma sér í leik og njóta, eða þannig var hraunið í minningunni. Minningin um hraunið og landslagið leiddi mig í að skoða gamlar ljósmyndir sem ég fann í geymslunni hjá mömmu. Ég hef oft skoðað þessar ljósmyndir. En hver er raunverulegi sannleikurinn í þeim? Í minningunni er staðurinn algjör draumaveröld. Staður þar sem ég eyddi miklum tíma sem barn. En núna þegar ég hef farið til baka í hraunið til að mynda er eitthvað breytt. Landslagið hafði kannski ekki breyst mikið en fegurðin og leyndardómurinn sem mér fannst eitt sinn einkenna staðinn sem barn var ekki lengur til staðar. Með þessu verkefni er ég á einhvern hátt að reyna að finna hverju ég tilheyri með því að grafa ofan í gamlar ljósmyndir og fara til baka á stað sem tilheyrði minni æsku en tilheyrir mér ekki ennþá. Mér finnst ég oft vilja búa þar sem ég á ekki heima, hvað sem það nú þýðir.

Instagram: https://www.instagram.com/elinossk/

 

/sr.