Listamaður vikunnar – Ester Inga Eyjólfsdóttir

aa

Listamaður vikunnar hefur vegg í húsnæði til skólans til umráða og getur nýtt það pláss þar að vild í eina viku.

Listamaður vikunnar að þessu sinni er Ester Inga Eyjólfsdóttir sem er nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.

Við báðum hana um að svara nokkrum spurningum varðandi verkið og ljósmyndun.

 

Hvað heitir verkið þitt Ester Inga?

Það hefur ekki nafn í augnablikinu.

Hvað viltu segja um verkið?

Ég velti fólki mikið fyrir mér, hvernig við virkum, af hverju við gerum það sem við gerum og erum eins og við erum. Verkið tengist inn í þær pælingar.

Mér finnst skemmtilegt að skapa sjónræna heild í gegnum uppsetningu og liti í sambland við það að segja sögu, eða kannski frekar ýja að henni. Áhorfandinn getur þá túlkað verkið eins og hann upplifir það, sem mér finnst mjög áhugavert og tengist aftur inn í þessar pælingar um manneskjuna.

Þeir sem eru mjög forvitnir um hvað ég var að hugsa geta spurt mig 🙂

Finnst þér námið í Ljósmyndaskólanum nýtast þér til þess að þróast í þá átt sem þig langar að fara í ljósmyndun?

Já algjörlega. Ég er búin að þroskast mjög mikið síðan ég byrjaði í Ljósmyndaskólanum.

Hvað varð til þess að þú fórst út í ljósmyndun?

Mig langaði til þess að breyta til og læra eitthvað nýtt, og hef alltaf haft áhuga á ljósmyndun.

/sr.