Listamaður vikunnar: Eva Þorbjörg Schram – Björg

aa

Listamaður vikunnar hefur vegg í húsnæði til skólans til umráða í eina viku og getur nýtt plássið þar að vild til að sýna verk sín.

Listamaður vikunnar að þessu sinni er Eva Þorbjörg Schram, nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2. Sýnir hún verkið  “Björg”  en það verk  vann hún í vinnustofunni Ferðalag undir handleiðslu Friðgeirs Helgasonar. Verkið í heild sinni samanstendur af 9 ljósmyndum.

 

 

B j ö r g        

             og hér fæ ég næði til að vera.

Ég hef átt í ástarsambandi við Suðursveit allt frá því ég fluttist þangað fyrir fimm árum. Bóndi þar sagði mér eitt sinn að hver sá sem settist þar að ætti sér enga undankomuleið.
Það reyndist satt.
Þar dvelur hugur minn og maðurinn sem ég elska.

Suðursveit bergmálar inn í mér og allt sem þar er.
Hún er mín björg
þar eru mín björg
og þar er ég Þorbjörg.

Nú bergmála ég,
og yrki um björgin(a) mín(a).

Verkið er myndað á 120mm filmu og stækkað í myrkraherbergi. Ægileikinn er fangaður í smæð og myndirnar verða persónulegar, tímalausar, látlausar, viðkvæmar, eins og svæðið reynist mér, eða ég því.

Myndirnar eru níu talsins, í stærðinni 10x14cm.

 

/sr.