Listamaður vikunnar – Eyrún Haddý Högnadóttir – Brjóstverkur

aa
Listamaður/listakona vikunnar hefur vegg í húsnæði skólans til umráða í eina viku og getur notað hann að vild sem tilraunastofu til að birta verk sín. Það er Eyrún Haddý Högnadóttir sem er listamaður vikunnar að þessu sinni. Hún er nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.

Brjóstverkur

Verkið er spilað með því að smella á myndina hér að ofan eða nafnið á verkinu.

Eyrún Haddý segir þetta um verkið:

Verkið Brjóstverkur er gjörningur í myndbandsformi sem var unnin í vinnustofunni skapandi ferli undir handleiðslu Eirúnar Sigurðardóttur. Til að byrja með vissi ég að mig langaði til að skapa einhverskonar skúlptúr úr steypu en ekki í hvaða átt ég vildi taka það. Á þessum tíma var ég nýlega byrjuð að lesa bókina Women don’t owe you pretty eftir Florence Given sem fjallar meðal annars um mikilvægi þess að konur taki sitt pláss í samfélaginu, út frá því fór ég að velta því fyrir mér hversu karlægt efni steypan er. Steypan er gróft, þungt og sterkt efni sem hylur og íþyngir konunni í þessu samhengi.

Instagram: eyrunhaddy