Listamaður vikunnar – Gígja Skjaldardóttir – Aftur heim.

aa

LISTAMAÐUR VIKUNNAR HEFUR VEGG Í HÚSNÆÐI TIL SKÓLANS TIL UMRÁÐA Í EINA VIKU OG GETUR NÝTT PLÁSSIÐ ÞAR AÐ VILD TIL AÐ SÝNA VERK SÍN.

Listamaður vikunnar að þessu sinni er  Gígja Skjaldardóttir nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2. Hún sýnir verkið Aftur heim á veggnum.

Verkið var unnið í áfanganum Aðferðir við listsköpun hjá Orra Jónssyni. Þar var  unnið með þá aðferð að búa til samhengi úr þeim myndum sem teknar eru án þess að vera með fyrirfram mótaða hugmynd eða reglur.

Flestar myndirnar teknar á 35mm filmu, sem og Mamiya 645  eru bæði bæði svarthvítar og litmyndir.

 

 

Aftur heim.

Þarf maður alltaf að eiga ,,heima”?

Ef ég á ekkert sem að ég kalla ,,heima”, er ég þá heimililaus?

Ef að ég á marga staði sem að ég kalla ,,heima”  – hvar á ég þá heima?

 

Er ,,heima” þar sem maður ólst upp? 

Er ,,heima” þar sem fjölskylda manns er?

Er ,,heima” þar sem fötin manns eru?

Er ,,heima” þar sem hjartað manns er? 

 

Bráðum fer ég aftur ,,heim”.

Kannski hef ég alltaf átt heima þar.

 


Gígja er með Instagram og hægt að fylgjast með henni þar.

 

/sr.