Listamaður vikunnar – Helga Katrínardóttir – Hverfult

aa

Listamaður vikunnar hefur vegg í húsnæði skólans til umráða í eina viku og getur notað hann að vild sem tilraunastofu til að birta verk sín. Það er Helga Katrínardóttir sem er listamaður vikunnar að þessu sinni. Hún er nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.

Helga segir þetta um verkið:

Verkið ber vinnutitilinn Hverfult og var unnið í vinnustofunni Að vinna með safn undir handleiðslu Godds. Í upphafi ferlisins sankaði ég að mér stillum úr mismunandi kvikmyndum og heimildamyndum sem heilluðu mig og hægt og rólega fann ég visst stef í valinu og myndirnar byrjuðu að tala saman. Ég heillaðist af hinu hverfula og því sem við sjáum ekki endilega en finnum þó fyrir, þess sem býr að baki og ég byrjaði að vinna öðruvísi með myndirnar í framhaldi af því. Hlutir eru teknir úr samhengi, fjarlægðir eða endurteknir og jafnvægi er ýmist náð eða því raskað.  

Instagram reikningur Helgu er @gunnhildurhelga

/sr.