Listamaður vikunnar – Hlín Arngrímsdóttir – Smástund.

aa

Listamaður vikunnar hefur vegg í húsnæði til skólans til umráða í eina viku og getur nýtt plássið þar að vild til að sýna verk sín.

Listamaður vikunnar að þessu sinni er Hlín Arngrímsdóttir, nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2. Á veggnum  sýnir  hún á  myndaröð sem nefnist Smástund.

Verkefnið vann hún í áfanganum Aðferðir við listsköpum hjá Orra Jónssyni og þetta er verk sem er í stöðugri þróun. Hlín segir: Í Smástund beini ég athyglinni á þær stundir sem ég og dóttir mín eigum saman og leyfi augnablikinu að lifa ögn lengur í formi ljósmyndar. Myndirnar eru allar teknar á 35mm svarthvíta filmu og stækkaðar upp í myrkraherbergi.

 

Hlín heldur úti sjónrænni dagbók á Instagram

 

/sr.