Listamaður vikunnar – Hlín Arngrímsdóttir – Sóttkween

aa

Listamaður vikunnar hefur vegg í húsnæði skólans til umráða í eina viku. Að þessu sinni er það Hlín Arngrímsdóttir nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2 sem sýnir þar verkið sitt „Sóttkween“

Hlín segir þetta um verkið:


Hugmyndin af Sóttkween varð til í samkomubanninu af völdum Covid-19 faraldursins. Samfélagið lagðist á hliðina og gjörbreyttist þegar fólk einangraði sig á heimilum sínum, burtu frá daglegum félagsstörfum og um stund voru samfélagsmiðlar raunverulega okkar eini tjáningarmáti. Ég varð vör við aukna og öðruvísi notkun á miðlunum og fannst mér skapast ákveðinn lífsstíll innan hans þar sem fólk sýndi frá lífi sínu á tímum heimsfaraldurs, einskonar glamúr lífstíll. Verkið Sóttkween er konan fantasían í sóttkvínni, þar sem einmanaleikinn mætir glamúrnum.

Instagram Hlínar er: https://www.instagram.com/hlinarngrims/