Listamaður vikunnar hefur vegg í húsnæði til skólans til umráða og getur nýtt það pláss þar að vild í eina viku.
Listamaður vikunnar að þessu sinni er Hrafn Jónasson, nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1.
Við spurðum hann Krumma, eins og hann er kallaður, nokkurra spurninga af þessu tilefni.
Hvað heitir verkið þitt?
Verkið mitt heitir Spaztakus.
Hvað ertu að fjalla um í verkinu þínu?
Verkið fjallar um afreksíþróttarmann sem er fatlaður. Þetta er verk í vinnslu hjá mér.
Hvað er ljósmyndun fyrir þér?
Ljósmyndun gerir mér kleift að útskýra.
Hægt er að fylgjast með Hrafni á https://www.instagra m.com/hrafnjonsson/
/sr.