Listamaður vikunnar – Ívar Helgason

aa
Listamaður vikunnar hefur vegg  í húsnæði til skólans til umráða og getur nýtt það pláss þar að vild í eina viku.
Listamaður vikunnar að þessu sinni er Ívar Helgason, nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1.

Við spurðum Ívar nokkurra spurninga af þessu tilefni.

Hvað heitir verkið þitt?

101 Vetur.

Hvað ertu að fjalla um í verkinu? 

Langaði að ná 101 í vetrabúningi þar sem allir eru kappklæddir og hrátt umhverfi. Finnst götuljósmyndun spennandi og tekur  mikið á þar sem ég er rosalega feiminn við að mynda fólk úti bæ.

Hvað er ljósmyndun fyrir þér?

Finnst ljósmyndun vera mín leið fyrir sköpun og leið til að sýna hvernig ég sé umhverfið mitt og leið til að  deila því með öðrum.

Hvað  hefur breyst hjá þér varðandi ljósmyndun eftir að þú hófst nám í Ljósmyndaskólanum?

Hef öðlast allt aðra sýn á ljósmyndun sem hefur opnað svo margar leiðir fyrir mig til að tjá það sem ég sé í kringum mig. Mér finnst ég mynda allt öðruvísi en ég gerði,  ég skoða meira í kringum mig áður en ég byrja mynda og hugsa rammana meira.

https://www.facebook.com/ivarphoto/