Listamaður vikunnar – Kristín Ásta Kristinsdóttir – Kópavogshæli.

aa

Listamaður vikunnar hefur vegg í húsnæði skólans til umráða í eina viku og getur notað hann að vild sem tilraunastofu til að birta verk sín. Það er Kristín Ásta Kristinsdóttir sem er listamaður vikunnar að þessu sinni. Hún er nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1

Verkið sem hún sýnir vann hún í áfanganum Aðferðir við listsköpun undir handleiðslu Spessa fyrr á þessari önn.

Kristín segir þetta um verkið Kópavogshæli:


Kópavogshæli var þyrping húsa á sunnanverðu Kársnesinu í Kópavogi. Þarna bjuggu þegar mest var um 200 manns. Myndaserían samanstendur af 8 svart/hvítum myndum sem ég tók í janúar 2021 og litmyndum sem eru fengnar að láni og voru teknar af starfsmanni hælisins árið 1980. 

/sr.