Listamaður vikunnar – Nicholas Grange – Hvar er ég?

aa

Listamaður vikunnar hefur vegg í húsnæði til skólans til umráða í eina viku og getur nýtt plássið þar að vild til að sýna verk sín.

Listamaður vikunnar að þessu sinni er Nicholas Grange nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2. Hann sýnir  á veggnum myndaröð sem nefnist Hvar er ég? og er það hluti af verki í vinnslu.

 

Hvar er ég?

„Árlega koma um 2 milljónir ferðamanna til Ísland til þess að skoða náttúru og menningu landsins. Í ljósmyndaverki Nicholasar skyggnist hann inn í heim túrista á Íslandi þar sem húmorísk nálgun á hlutverk ferðamannsins er aðalatriðið.“

Hægt er að fylgja Nicholasi á Instagram.

/sr