Listamaður vikunnar – Sonja Margrét Ólafsdóttir

aa
   
Listamaður vikunnar hefur vegg  í húsnæði til skólans til umráða og getur nýtt það pláss þar að vild í eina viku.
Listamaður vikunnar að þessu sinni er Sonja Margrét Ólafsdóttir, nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.
Tíðindakona bloggsins hitti Sonju og spurði hana út í hvað það væri sem hún væri að sýna á veggnum þessa vikuna og fleira.
1. Hvað heitir verkið þitt Sonja?
Verkið sem ég setti upp í tilefni listamaður vikunnar er dagbókarverk og heitir, are you happy ?
2.Um hvað fjallar það?
Verkið er samansafn af textum sem ég safnaði saman úr minnisbókunum mínum frá tveggja ára tímabili og ljósmyndum sem ég hef tekið úr mínu daglega lífi. Sjálfsportrettum og kyrralífsmyndum sem ég blandaði við textana.
3. Hvað langar þig að gera með ljósmyndun? Eða ætti ég kannski frekar að spyrja hvað þig langar að  segja? 
Ljósmyndun fyrir mér er ótrúlega spennandi miðill og fullur af möguleikum. Ég hef verið að nota ljósmyndina sem skráningatæki á minni eigin tilveru sem sést vel í dagbókaverkinu mínu en svo er ég með önnur verkefni í gangi líka sem eru af aðeins öðrum toga.
4. Nú varstu að vinna þátttöku rétt á norrænni vinnustofu um daginn Getur þú sagt mér eitthvað frá því? Hverskonar vinnustofa er þetta?
 Vinnustofan sem ég er fer á í Noreg í apríl er hluti af ljósmyndahátíðinni Nordic Light International Festival of Photography. 10 ungir ljósmyndarar frá Norðurlöndunum koma saman í þessari vinnustofu, þema vinnustofunnar er “heima” og ég fer með verkefni sem ég er að vinna að sem heitir 845. Í því verkefni er ég að mynda Flúðir þar sem ég er alin upp og svæðið þar í kring.
/sr.