Listamaður vikunnar – Þórkatla Sif Albertsdóttir – Brothætt.

aa

LISTAMAÐUR VIKUNNAR HEFUR VEGG Í HÚSNÆÐI TIL SKÓLANS TIL UMRÁÐA Í EINA VIKU OG GETUR NÝTT PLÁSSIÐ ÞAR AÐ VILD TIL AÐ SÝNA VERK SÍN.

Listamaður vikunnar að þessu sinni er Þórkatla Sif Albertsdóttir, nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2 og sýnir hún verkið Brothætt.

Þórkatla segir um verkið Brothætt:
Líkamsímynd er stór hluti af lífi okkar í dag. Það er margt í kring um okkur sem ýtir undir brenglaða útlitsdýrkun t.d. auglýsingar og samfélagsmiðlar. Verkið Brothætt vísar í brotna sjálfsímynd.

Á meðgöngu gengur líkaminn í gegnum breytingar. Slit,fæðingarblettir ásamt fleiru gera vart við sig. Með þessari nálgun á verkinu varð líkamsímynd mín raunverulegri fyrir mér. Maginn á mér er brothættur og allar tilfinningar fara í magann. Hann er ekki einungis brothættur að utan heldur líka að innan. Að aðlagast breyttum líkama tekur tíma og gefum okkur þann tíma.

Hugmyndin að þessu verki spratt upp í áfanga í Listasögu hjá Jóni Proppé.

 

/sr.