Listamaður vikunnar – Þorsteinn Ingi Júlíusson – Ljótir og fallegir líkamspartar.

aa

Listamaður/listakona vikunnar hefur vegg í húsnæði skólans til umráða í eina viku og getur nýtt plássið þar að vild til þess að sýna verk sín.

Listamaður þessarar viku er Þorsteinn Ingi Júlíusson en hann er nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1. Sýnir hann verkið Ljótir og fallegir líkamspartar sem hann vann í vinnustofunni Samtímaljósmyndun.

Verkið er samsett af 16 ljósmyndum af líkamshlutum.

Í vinnustofunni unnu nemendur að verkefnum undir handleiðslu Péturs Thomsen, könnuðu viðfangsefni samtímaljósmyndunar, aðferðir, nálgun og sjónarhorn. Einnig kynntust nemendur  fjölmörgum ólíkum ljósmyndurum sem beita miðilinum með ólíkum hætti í samtímanum  og hafa mismunandi  fagurfæðileg og hugmyndafræðileg gildi að leiðarljósi við listsköpun sína.

 

Instagram Þorsteins er @steini_photography

 

/sr.