Listamaður vikunnar – Þórsteinn Sigurðsson

aa

Listamaður vikunnar hefur vegg í húsnæði til skólans til umráða og getur nýtt það pláss þar að vild í eina viku.

Listamaður vikunnar að þessu sinni er Þórsteinn Sigurðsson sem er nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.

Að vanda báðum við hann um að svara nokkrum spurningum varðandi verkið og ljósmyndun.

Hvað heitir verkið þitt?

Verkið sem ég sýni er brot úr „ongoing“ seriu sem ég kalla Juvenile Bliss. 

Hvað viltu segja um það?
Verkið er rómatískt, ung ást. Sequence.

Hvað er ljósmyndun fyrir þér?

Ljósmyndun er stór partur af mér, í raun framlenging af sjálfum mér. Ég á mjög auðvelt með að stjórna þessum miðli og nota hann aðeins á einfaldan og jákvæðan hátt.

Getur þú nefnt ljósmyndara sem hafa haft áhrif á þig?

Mér finnst Rob Hornstra cool, Mary Ellen Mark var frábær, Alec Soth er líka skemmtilegur. Larry Clark var uppáhalds lengi vel. Nan Goldin er alltaf í miklu uppáhaldi. Og margir margir fl. 🙂

 

/sr.