Listamaður vikunnar – Viktor Steinar Þorvaldsson – Kíló.

aa

Listamaður/listakona vikunnar hefur vegg í húsnæði skólans til umráða í eina viku og getur nýtt plássið þar að vild til þess að sýna verk sín.

Listamaður þessarar viku er Viktor Steinar Þorvaldsson en hann er nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2. Sýnir hann verk sem hann vann í áfanganum Aðferðum við listsköpun í upphafi árs en þar kynntust nemendur mikilvægi rannsóknarvinnu fyrir listsköpun og ýmsum leiðum við það að vinna rannsóknarvinnu.  Reykjanesið, byggð og samfélag var svo vettvangur þeirra eigin rannsókna undir handleiðslu Spessa.

 

Viktor Steinar segir um verkið Kíló:

Ég byrjaði að þróa verkið „Kíló“ í áfanganum Aðferðir við listsköpun hjá Spessa og Hallgerði.

Þetta er heimildarmyndaséría þar sem skyggnast er inn í hið daglega líf hins 38 ára gamla Garðars Eyfjörð, sem betur er þekktur sem Kíló.

Garðar er rappari og litríkur karakter sem býr í Keflavík ásamt ömmu sinni og afa sem gengið hafa honum bæði í móður- og föðurstað.

Verkið er enn í vinnslu og stefni ég á að klára það sem bókverk seinna meir, en samt í náinni framtíð.

 

Instagram: Viktor Steinar