Ljósmyndahátíð Íslands, opnunarhelgi 18. – 21. janúar 2018

aa

Þó jólin séu búin verður sannarlega hátíð í bæ síðar í mánuðinum. Ljósmyndahátíð Íslands hefst  þann 18. janúar og segja má að dagana 18. – 21. janúar standi yfir ein stór opnunarhátíð. Margar sýninganna sem þá opna standa svo mun lengur.

Dagskrá hátíðarinnar og viðburði má kynna sér á  heimasíðu Ljósmyndahátíðar Íslands,  www.tipf.is. Fyrir utan það að fjölmargar sýningar á ljósmyndum verða opnaðar, verður á hátíðinni boðið upp á listamannaspjall, bókakynningar , ljósmyndarýni og fyrirlestra. Einnig stendur  FÍSL, félag íslenskra samtímaljósmyndara fyrir uppboði til styrktar útgáfu á bók um ljósmyndasögu. Það ritverk hefur verið í undirbúningi um nokkra hríð  en nú er stefnt að því að reka endahnútinn á fjármögnun verksins.

Við hvetjum alla til að kynna sér dagskrá hátíðarinnar, af nógu er að taka og fjölmargir spennandi viðburðir í boði. Við munum fjalla nánar um einstaka þætti hennar hér á síðunni þegar nær dregur.

Dagskrá_Ljósmyndahátíð Íslands 2018  Hana má líka finna á vef hátíðarinnar www.tipf.is.

Ljósmynd á kynningarplagati er eftir Kristínu Sigurðardóttur

 

/sr.