Ljósmyndahátíð Íslands – Uppboð á ljósmyndaverkum á vegum FÍSL.

aa

 

Í tengslum við Ljósmyndahátíð Íslands stendur FÍSL, Félag íslenskra samtímaljósmyndara fyrir uppboði á ljósmyndaverkum. Uppboðið fer fram hjá Listamenn Gallerí á Skúlagötu 32 næstkomandi laugadag þann 20. janúar kl 18.00.

Félagsmenn FÍSL gefa verkin sem boðin verða upp til að standa straum af útgáfu fræðirits um samtímaljósmyndun á Íslandi sem nefnist Íslensk samtímaljósmyndun 1975-2015.  Árið 2011 gaf Forlagið út Listasögu Íslands sem er stórt og mikið verk en í þeirri annars fínu bók var ekki minnst á ljósmyndun. Í kjölfar þess ákvað FÍSl að standa fyri því  að láta gera bók um íslenska samtímaljósmyndun og að stuðla að því að gefa hana út. Vinna við þá bók er nú á lokastigi og standa vonir til þess að af útgáfu geti orðið á þessu ári . Þetta er þó afar kostnaðarsamt verkefni og þrátt fyrir að fengist hafi styrkir til verksins vantar enn nokkuð uppá fjármögnun. Er það von félagsmanna að þetta uppboð á listaverkum geti skilað einhverjum fjármunum til að ljúka þessu mikla og metnaðarfulla verkefni sem útgáfa ritsins er.

Í dag fimmtudaginn 18. janúar kl 17.00 – 20.00 verður opnun í Listamenn Gallerí þar sem fólk getur skoðað verkin sem verða á uppboðinu. Á föstudaginn er einnig opið og hægt að sjá þau verk sem boðin verða upp. Sjálft uppboðið fer fram laugadaginn 20. janúar kl. 18.00.

Alls verða boðin upp 25 verk og þeir listamenn sem gefið hafa verk eru:

 • Rúnar Gunnarsson
 • Þórdís Erla Ágústsdóttir
 • Agnieszka
 • Skúta
 • Inga Sólveig
 • Friðgeir Helgason
 • Sigga Ella
 • Sigurður Mar Halldórsson
 • Sissa
 • Spessi
 • Þórdís Erla Ágústdóttir
 • Ingvar Högni
 • Björn Árnason
 • María Kr. Steinson
 • Heiða Helgadóttir
 • Valdimar Thorlacius
 • Katrín Elvarsdóttir
 • Vigdís Viggósdóttir
 • Kristín Hauksdóttir
 • Bára Kristinsdóttir
 • Jóna Þorvaldsdóttir
 • Pétur Thomsen
 • Einar Falur Ingólfsson
 • Anna Elín Svavarsdóttir
 • Bragi Þór Jósepsson

 

Fjölmargir ólíkir viðburðir verða nú um helgina á höfuðborgarsvæðinu á vegum Ljósmyndahátíðar, opnanir á listsýningum, fyrirlestrar, listamenn spjalla um verk sín, bókakynning svo nokkuð sé nefnt.  Hvetjum við fólk til að missa ekki af þessari miklu hátíð en hún er haldin annað hvert ár. Hægt er að skoða dagskrá Ljósmyndahátíðar.

/sr.