Ljósmyndahátið, Landmark, fyrirlestur í Þjóðminjasafninu

aa

12484647_969213229783126_8793226237806112536_o

Ljósmyndahátið, Landmark, fyrirlestur Holly Roussell Perret-Gentil í Þjóðminjasafninu.

 

Samtímaljósmyndarar hafa endurskoðað hina rótgrónu hefð landslagsljósmyndunar út frá tækniþróun og nýjum aðferðum. Kastljósinu hefur verið beint frá hinni ósnortnu landslagssýn 20. aldar að landslagi sem maðurinn hefur breytt eftir sínu höfði.

Í samstarfi við William Ewing vann Holly Roussell Perret-Gentil umfangslmikla ljósmyndarannsókn á viðfangsefninu. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var að þau völdu verk, sett var upp stór ljósmyndasýning, Landmark: The Fields of Photography og út kom   samnefnd bók hjá forlaginu Tames&Hudson.

Holly Roussell Perret-Gentil mun halda fyrirlestur í upphafi Ljósmyndahátíðar og segja frá því hvernig þessi umfangsmikla ljósmyndarannsókn var unnin. Mun hún í fyrirlestrinum, einnig  sýna úrval landslagsverka 21. aldar ljósmyndara, með það að markmiði að varpa frekara ljósi á þetta gróskumikla svið. Þar á meðal eru verk af ósnortnum svæðum á jörðinni, af sundurgröfnum landsvæðum og myndir af skálduðu landslagi.

 

Fimmtudaginn 14. janúar

Þjóðminjasafni Íslands kl. 16:00 – 17:00