Ljósmyndanámskeið fyrir börn í Ljósmyndaskólanum sumarið 2016.

aa

Nú í sumar brydduðum við í Ljósmyndaskólanum upp á þeirri nýjung að halda vikulöng sumarnámskeið  í ljósmyndun fyrir börn og unglinga.

Nú er fyrsta námskeiðinu fyrir yngri hópinn, 8-11 ára krakka, lokið og tókst það afar vel.

Á námskeiðinu lærðu nemendur helstu grunnþætti ljósmyndunar í gegnum leiki, lærðu á stafrænar myndavélar, kynntust grunnatriðum mynduppbyggingar og ólíkum tegundum ljósmyndunar, unnu verkefni í hópum, tóku mikið af myndum og lærðu svolítið að vinna þær. Einnig var farið í heimsókn á  Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Þar var nú aldeilis vel tekið á móti hópnum.

Í lokin var sýning á vinnu nemenda fyrir foreldra og aðstandendur. Gaman að sjá hvað margir mættu!

Kennarar á námskeiðinu voru Kristina Petrošiutė og Olga Helgadóttir. Þær eru báðar útskrifaðar úr Ljósmyndaskólanum og hafa unnið margvísleg verkefni með börnum. Nánar má fræðast um þær Kristinu og Olgu á heimasíðum þeirra: http://www.kristinapetrosiute.com og http://olgahelga.is

Fleiri námskeið fyrir börn og unglinga verða í boði í sumar t.d. dagana 11/7- 15/7 fyrir  8-11 ára krakka  og svo unglinganámskeið fyrir 12-16 ára í ágúst  2016.

Nánar má lesa um námskeiðin hér á heimasíðu skólans. Sótt er um námskeið með því að skrifa tölvupóst á netfangið info@ljosmyndaskolinn.is eða með því að hringja í síma 5620623. Þar fást líka frekari upplýsingar.

Bent er á að mögulegt er að kaupa gjafakort hjá Ljósmyndaskólanum sem hægt er að nota sem greiðslu upp í ýmis námskeið.

 

Hér má sjá mynd af hópnum og  tvö af verkum nemenda af námskeiðinu.

Untitled-1For Invitation  SONY DSC

/sr.