Ljósmyndanámskeið fyrir unglinga í janúar – mars 2020

aa

Ljósmyndanámskeið fyrir unglinga, 11 vikur á bilinu janúar – mars 2020.

Fyrirkomulag: Námskeiðið stendur í 11 vikur, frá 21. janúar – 31. mars 2020.

Kennt er á þriðjudögum í 11 skipti frá kl. 17.00-20.00.

Kennarar eru Olga Helgadóttir, www.olgahelga.is og Sonja Margrét Ólafsdóttir, www.sonjamargret.com

Fyrir hverja: Námskeiðið er hugsað fyrir unglinga á aldrinum 14-16 ára. Lágmarks fjöldi þátttakenda er 13 en hámarksfjöldi 16.

Kennslustaður: Ljósmyndaskólinn, Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík.

Námskeiðslýsing: Á námskeiðinu er lögð áhersla ljósmyndun sem skapandi miðil.

Þátttakendur kynnast óílíkri tækni og aðferðum við ljósmyndun í gegnum markvissa vinnu og tilraunir með miðilinn.  Unnið verður meðal annars með stafræna ljósmyndun, filmuljósmyndun, „polaroid“, „Cyanotype“ og klippimyndir. Viðfangsefnin verða margvísleg; portrett, landslag og óhlutbundin myndefni.

Á námskeiðinu verður skoðað verður hvernig samspil ljósops og hraða hefur áhrif við myndatökur og hvernig hugmyndir um mynduppbyggingu og formfræði geta breytt upplifun af ljósmynd og áhrifamætti hennar. Þátttakendur kynnast aðferðum við sköpun og vinnuferli í listum og eins verður á námskeiðinu gefin örlítil innsýn í ljósmyndasöguna.

Búnaður: Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi aðgang að myndavél af einhverju tagi. Gott er að hún sé með stillanlegu ljósopi og hraða en allar gerðir myndavéla duga, þar með taldar símamyndavélar.

Mælst er til þess að þátttakendur taki með sér nestisbita. Örbylgjuofn, ísskápur og mínútugrill er á staðnum ásamt öðrum helsta eldhúsbúnaði.

Kostnaður: Námskeiðið kostar kr. 45.000.

Bent er á að hægt er að kaupa gjafakort hjá Ljósmyndaskólanum sem gildir sem greiðsla upp í námskeið á hans vegum.

Til að sækja um námskeiðið, kaupa gjafakort eða til að fá frekari upplýsingar er hægt að hafa samband í gegnum tölvupóst, ljosmyndaskolinn@ljosmyndaskolinn.is eða í síma 562-0623.

Ljósmyndaskólinn hefur gert samning við Reykjavíkurborg um að hægt er að nota Frístundakortið upp í greiðslu námskeiðsgjalda. Sjá um Frístundakortið og skilmála þess hér.

Mynd með færslu: Anna Maggý Grímsdóttir, @not_annamaggy