Ljósmyndanámskeiði fyrir börn og unglinga var að ljúka.

aa

namskeidid

Ljósmyndaskólinn stóð nú í mars fyrir ljósmyndanámskeiði fyrir börn og unglinga á aldrinum 12-16 ára og var því að ljúka. Myndin hér að ofan er tekin af hópnum í lok námskeiðsins.

Tíðindakona bloggsins hitti Olgu, annan af kennurum námskeiðsins og spurði hana út í námskeiðið.

Já,  þetta var nú mjög skemmtilegt námskeið.  Þetta var svo einstaklega skemmtilegur hópur, þau öll voru svo opin og áhugasöm og sinntu þessu vel…eiginlega bara drukku allt í sig sem við sögðum og lögðu allt sitt í þetta.  Þau fengu mjög  krefjandi verkefni hjá okkur og voru vikilega óhrædd við að fara út  fyrir þægindarammann, gera tilraunir og prufa ólíka hluti en öll á sínum forsendum samt. Það var svo skemmtilegt.

Og þið eruð ánægðar með útkomuna?

Já við erum mjög ánægðar með útkomuna. Þau tóku miklum framförum og skiluðu alveg frábærum verkum. Þau voru eiginlega alveg óska nemendur og gaman að vinna með þeim …við Sigga Ella eiginlega tímdum ekki að sleppa þeim… segir Olga og brosir.

Ætlið þið að gera þetta aftur – að halda svona námskeið?

Já stefnan er tekin á að gera þetta aftur, bæði þá vegna þess að okkur fannst þetta mjög spennandi og gefandi og svo báðu krakkarnir um að það yrði eitthvað meira svona af þessu tagi í boði.

Verður það þá framhaldsnámskeið?

Jah… kannski meira svona hægt að líta á það sem sjálfstætt framhald. Námskeiðið er dálítið mikið byggt upp sem einkakennsla því að þó að við séum  líka með hóptíma og ákveðin verkefni sem allir nemendur vinna þá er grundvöllurinn sá að við mætum hverjum einstaklingi þar sem hann er staddur. Nemendur fá líka einkaverkefni út frá áhuga og okkar markmið er að hjálpa þeim og aðstoða þau við að finna þær leiðir sem þau vilja fara í hverju verkefni. Þannig að þau sem hafa komið áður geta lært eitthvað nýtt og þroskast áfram en þeir sem koma nýir inn læra líka nýja hluti og þroskast áfram á sínum forsendum þannig að þetta getur allt vel farið saman.

Veistu hvenær svona námskeið verður auglýst?

Við erum að vinna í því núna að finna dagsetningar. Ætti að koma fljótlega í auglýsingu á Ljósmyndaskólavefnum segir Olga.

 

 

Allir nemendur fengu verkefni innan tiltekina flokka ljósmyndunar; portrett, götuljósmyndun og heimildaljósmyndun. Að auki fengu allir nemendur einkaverkefni. Hér fyrir neðan má sjá úrlausnir nokkurra nemenda í mismunandi flokkum.

Benjamín2

Benjamín Guðnason (13. ára). Hann vann seríuna sína  í tvennum. Hann fór með mömmu sinni á heimaslóðir hennar og ömmu sinnar og myndaði minningar þeirra og notaði sögurnar sem þær hafa sagt honum sem efnivið.

IMG_2903-2

Lucia Jóhannesdóttir (14 ára) Hún ákvað að mynda portrett af vinkonum sínum. Lucia var dugleg að prófa sig áfram en heiðarleiki er eitt sem sameinar þau öll, – í þeim er engin uppgerð. Untitled-3

Snæfríður Hekla Sv. Hallsdóttir (12 ára)  Hana langaði að mynda náttúruna og líka til að mynda systur sína. Hún ákvað því að gera tvennu þar sem myndin af náttúrunni og systurinni tala saman eða endurspegla samskonar stemmningu.

/sr.