Ljósmyndaskólinn – nokkrar myndir af útskriftarverkum nemenda.

aa

Hér eru nokkrar myndir af verkum þeirra nemenda sem í byrjun janúar útskrifuðust frá Ljósmyndaskólanum. Það voru sjö nemendur sem luku námi frá skólanum að þessu sinni; þær Berglaug Petra Garðarsdóttir, Díana Júlíusdóttir, Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir, Pamela Perez, Therese Precht Vadum, Sólveig M. Jónsdóttir og Sara Björk Þorsteinsdóttir. Viðfangsefni þeirra voru ólík en eiga það sameiginlegt að tala öll til samtímans með einhverjum hætti.  Þær fjölluðu um líkamsímyndir, skynjun og samfélagsmiðla, þar voru ljóðrænar frásagnir og  skrásetningar af ólíkum toga svo aðeins nokkuð sé nefnt. Pistla um hvern útskriftarnemanda er að finna hér á heimasíðunni.

Útskriftarsýningin þeirra var í Lækningaminjasafninu á Seltjarnarnesi og lauk þann 4. febrúar. Við óskum þeim stöllum til hamingju með útskriftina og óskum þeim velfarnaðar.

 

    

 Myndirnar tók Ásgeir Hafsteinn Pétursson, nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.

 

/sr.