Ljósmyndaskólinn – Opnir dagar sjálfstæðu listaskólanna

aa

Opnir dagar sjálfstæðu listaskólanna voru  haldnir dagana 22- 24. febrúar.

Ljósmyndaskólinn er í Samtökum sjálfstæðra listaskóla og var með opið hús á föstudaginn og laugardaginn. Nemendur voru hér og þar um skólann og sýndu Camera Obcura, Bókagerð, ýmsa skapandi vinnu með polaroid myndir, notkun 4×5 vélar og svo voru portfólíur eða myndamöppur nemenda til sýnis. Nemendur skiptust á að segja aðeins frá möppunum sínum og útskýra vinnulag sitt. Við buðum svo upp á kaffi og með því og við kaffiborðið sköpuðust mjög skemmtilegar umræður um ljósmyndun og möguleika miðilsins.
Margir lögðu leið sína í skólann til að skoða hvað hér færi fram og spjalla við nemendur og starfsfólk. Takk fyrir komuna öll.

Þetta fannst okkur mjög gaman og munum endurtaka leikinn!!!

Hér eru nokkrar myndir frá föstudegi og laugardeginum sem hún Olga skrifstofustjóri tók.