Ljósmyndaskólinn – Vinnustofa með Jack Latham. Að þróa og skipuleggja eigin langtímaverkefni.

aa

Vinnustofa með Jack Latham 28. -29. mars 2018. Að þróa og skipuleggja eigin langtímaverkefni.

 Vinnustofan er hugsuð fyrir ljósmyndara sem áhuga hafa á að læra hvernig best er að haga rannsóknarvinnu og annarri vinnu við langtímaljósmyndaverkefni. Fyrri daginn eru þátttakendum kynntar rannsóknaraðferðir, ólíkar leiðir til að nálgast slík verkefni og aðferðir við skipulag þeirra. Skoðaðar eru aðferðir við að búa til myndaraðir fyrir sýningar eða bókverk og möguleikar á fjármögnun verkefna.

Þátttakendum er bent á að koma með eigin verk í vinnslu.

Seinni daginn verður ljósmyndarýni og leggja þátttakendur þá fram portfólíur sínar eða verk í vinnslu. Jack Latham gefur álit og ábendingar.

Tími: 28. mars frá kl.10.00-17.00 og 29. mars frá kl. 10.00- 16.00

Staður: Ljósmyndaskólinn, Hólmaslóð 6 Reykjavík.

Kennt verður á ensku.

Hámarksfjöldi þátttakenda er 12 en lágmarksfjöldi 10.

Námskeiðið kostar kr. 42.000.- 

Bent er á að mögulegt er að kaupa gjafakort hjá Ljósmyndaskólanum sem hægt er að nota sem greiðslu upp í ýmis námskeið.

Til að sækja um námskeiðið, kaupa gjafakort eða til að fá frekari upplýsingar er hægt að skrifa tölvupóst á netfangið info@ljosmyndaskolinn.is eða að hringja í síma 5620623.

Starfsmenntasjóðir stéttarfélaga veita gjarnan styrki til niðurgreiðslu á námskeiðsgjöldum.

Um Jack Latham

Jack Latham er sjálfstætt starfandi ljósmyndari sem hlotið hefur verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. Hann er höfundur bókarinnar Sugar Paper Theories sem fjallar um rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálsins eins þekktasta sakamáls á Íslandi. Sýningin Mál 214 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á haustmánuðum 2017 var ein afurð þess verkefnis.

Í kynningarefni um sýninguna á vef safnsins segir meðal annars þetta um sýninguna Mál 214: „Guðmundar- og Geirfinnsmálið er eitt stærsta og umdeildasta sakamál Íslandssögunnar. Breski ljósmyndarinn Jack Latham hefur kynnt sér málið frá ýmsum hliðum þess, hitt að máli marga þá sem koma við sögu og ljósmyndað sögusvið rannsóknarinnar. Efniviður sýningarinnar spannar allt frá lögregluskýrslum til samsæriskenninga, réttarvísinda og hugtaksins minnisvafaheilkenni. Latham setur fram spurningar um sönnunargögn og sannleika, vissu og óvissu, einkum út frá minninu og ljósmyndinni sem miðli.“

Nánar má fræðast um Jack Latham á vefnum, www.jacklatham.com