Á Menningarnótt opnaði Jóna Þorvaldsdóttir listljósmyndari sýninguna Grjótaþorp – hjarta Reykjavíkur á Sofunni – Café á Vesturgötu 3, fyrstu og annarri hæð. Sýningin stendur til 29. nóvember 2016 og er aðgengileg á opnunartíma Stofunnar.
Myndefnið er eins og titil sýningarinnar gefur til kynna, allt úr Grjótaþorpinu en Jóna hefur myndað fólkið og húsin í hverfinu undanfarin 5 ár. Allar myndirnar eru teknar á Ilford HP5plus filmur, stærðir 35mm og 8×10″.
Margar myndanna á sýningunni eru unnar í bromoil (27×32) en Jóna vinnur gjarnan með sem gefur myndunum “gamalt yfirbragð”. Einnig má sjá á sýningunni platinum/palladium myndir og stórar stækkaðar silfur gelatin myndir af 8×10″ filmum.
/sr.