Ljósmyndun 1- ljósmyndanámskeið fyrir byrjendur í apríl og maí. Skráning hafin!

aa

Nú eru hin sívinsælu námskeið; Ljósmyndun 1 – ljósmyndanámskeið fyrir byrjendur, komin í auglýsingu. Það munu verða þrjú námskeið í boði nú í apríl og maí árið 2021.

Fyrsta námskeiðið af þessum þremur verður haldið dagana 8., 11. og 15. apríl 2021.

Námskeiðin er þriggja kvölda og þar er kennt það helsta sem til þarf til að geta byrjað að skapa eigin myndverk.

Verð hvers námskeiðs er kr. 36.000 og greiða þarf námskeiðsgjald að fullu áður en það hefst.

Sjá nánar námskeiðslýsingu og aðrar dagsetningar í boði á heimasíðu skólans.

Skráning fer fram með því að senda póst á ljosmyndaskolinn@ljosmyndaskolinn.is

Athugið að fjöldi þátttakenda á hvert námskeið verður takmarkaður og fyllstu sóttvarna verður gætt í takt við tímana.