Lokasýning útskriftarnemenda í Hörpu 24. janúar – 1. febrúar 2015.

aa

XH8B4208jfgkljdlkgfd

24. janúar 2015. Lokasýning útskriftarnemenda Ljósmyndaskólans árið 2015.

Sýningin stendur yfir í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu frá  24. janúar – 1. febrúar. Þar getur að líta fjölbreytt útskriftarverk 10 nemenda sem nú ljúka tveggja og hálfs árs námi í skapandi ljósmyndun. Viðfangsefni nemendana eru af ólíkum toga; portrett til heiðus íslenskum sjómönnum, konur sem vinna við landbúnað, goðsögnin um upphaf ástarinnar, sviðsetningar byggðar á íslenskri skáldsögu, landslag í þrívídd og verk þar sem saman koma ljósmyndir og útsaumur Einnig eru þar bókverk og videóportrett af einstaklingum með dyslexíu svo nokkuð sé nefnt. Opnunartímar sýningarinnar haldast í hendur við opnunartíma í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu.

150130-142128 150130-142455 150130-143453 150130-150328 150130-163608