Marshallhúsið opnar með pompi og prakt þann 18. mars.

aa

 

marshallhusid-768x432

Við hér í Ljósmyndaskólanum erum spennt fyrir öllu því sem er að gerast í suðupotti menningar og matar á  Grandanum!

Nú um helgina opna hvorki meira né minna en þrjár sýningar í Marshallhúsinu en unnið hefur verið að því að gera húsið upp undanfarin misseri. Marshallhúsið var lengst af kallað Faxaverksmiðjan en hún var reist í tenglum við skammlíft síldarævintýri á Faxaflóa. Nokkuð af  féinu úr Marshallhjálpinni sem svo var kölluð, fór í byggingu hússins en peningar úr þeim potti fóru einnig í aðrar framkvæmdir á Íslandi á þessum tíma, s.s. virkjanir og togarakaup. Marshallaðstoðin var veitt af bandrískum stjórnvöldum með það að markmiði að stuðla að uppbyggingu í Evrópu eftir seinna stríð.  Er framtakið kennt við Georges Marshall, hershöfðingja og utanríkisráðherra Bandaríkjanna á þessum tíma sem var aðal hvatamaður fyrir því að Bandaríkin veittu féinu í ýmis verkefni í Evrópu. Oft hefur verið deilt um hvort Íslendingar hafi átt skilið að njóta aðstoðarinnar því þeir höfðu jú sannarlega grætt á stríðinu!

Í suðurend­a hússins  er sýn­ing­ar­rými Ólafs Elías­son­ar og i8 galle­rís, Ný­l­ista­safnið er á ann­arri hæð, Kling & Bang á þriðju en vinnu­stofa Ólafs Elías­son­ar efst. Á neðstu hæðinni er veit­ingastaður og bar. Um helgina opna í húsinu  spennandi sýningar Nýló, Kling & Bang og Vinnustofa Ólafs Elíassonar verður opin. Sjón verður sögu ríkari.

I Mbl.  þann 4. mars fjallar Einar Falur um húsið, endurgerðina og fyrirhugaða starfssemi.  “Arki­tekt­arn­ir hjá Kurt og pí, þeir Ásmund­ur Hrafn Sturlu­son og Steinþór Kári Kára­son, og Börk­ur Arn­ar­son, galler­isti í i8 galle­ríi, eru hug­mynda­fræðing­arn­ir og menn­irn­ir sem hafa frá upp­hafi staðið að baki hug­mynd­un­um að fram­kvæmd­un­um sem und­an­far­in miss­eri hafa staðið yfir í þess­ari nýju menn­ing­armiðstöð á Granda. Þeim er að ljúka og á næstu vik­um verða fyrstu sýn­ing­arn­ar opnaðar í þessu fjög­urra hæða háa og glæsi­lega húsi við höfn­ina, inni á lóð HB Granda. Þá verða opnaðar sýn­ing­ar í Ný­l­ista­safn­inu á ann­arri hæðinni og í Kling & Bang á þriðju hæðinni, og fyrsta inn­setn­ing­in í sýn­inga­rými Ólafs Elías­son­ar og i8 í suðurenda bygg­ing­ar­inn­ar.Jafn­framt verður opnaður nýr veit­ingastaður og bar sem Leif­ur Kol­beins­son, oft kennd­ur við La Prima­vera, rek­ur á jarðhæðinni en á efstu hæðinni verður Ólaf­ur Elías­son með vinnu­stofu. Húsið verður opið alla daga nema mánu­daga og á fimmtu­dags­kvöld­um verða sýn­ing­ar­rým­in opin til klukk­an 21. ” Grein í Morgunblaðiðnu frá  4. mars 2017.

Við bjóðum alla þá sem starfa í Marshallhúsinu velkomna hingað á Grandann og erum spennt fyrir  því að svo góðir grannar bætist í hóp þeirra sem hér reka fjölbreytta starfsemi.

Mynd með færslu er af vef.

/sr.