Mynd mánaðarins að þessu sinni tók Anna Maggý af langömmu Sigurlaugu

aa
ammaswag
Það var hún Anna Maggý sem er nemi á 1. ári við Ljósmyndaskólann sem á mynd mánaðarins að þessu sinni. Hún tók myndina af langömmu sinni, Sigurlaugu.
Hún segir þetta um myndina:
Ég tók myndina þegar ég var í kaffi hjá langömmu minni en hún er alltaf með stækkunargler því hún sér svo illa.
Hún langamma er 89 ára og alger skvísa, nýtur lífsins til fulls, dansar og fer í ræktina. Uppáhaldsliturinn hennar er bleikur og það er mjög margt bleikt í kringum hana.
Ég hef oft tekið myndir af langömmu, hún er svo flott myndefni en þegar hún sá þessa mynd varð hún ekki ánægð með hana og bannaði mér að mæta með myndavélina í heimsóknir.
Anna Maggý á fleiri myndir hér:

/sr