Myndir frá opnun útskriftarsýningar Ljósmyndaskólans 28. janúar 2017

aa

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá opnun útskriftarsýningar Ljósmyndaskólans þann 28. janúar 2017. Að þessu sinni útskrifuðust 7 nemendur og óskum við þeim innilega til hamingju með þennan áfanga og væntum þess að þau láti til sín taka á vettvangi ljósmyndunar í framtíðinni.

Útskriftardagurinn var bjartur og fagur en nokkuð kaldur.   Þó var fjölmenni við sýningaropnun og útskriftarathöfn og fluttar voru ræður og glaðst eins og vera ber við slík tímamót. Útskriftarnemendurnir voru á vappi  í sýningarrýminu og ræddu um verk sín við sýningargesti og svöruðu spurningum þeirra.

Sýningin hefur verið fjölsótt það sem af er en henni lýkur þann 12. febrúar. Hvetjum við þá sem enn hafa ekki látið verða af því að sjá hana, að kíkja í Lækningaminjasafnið á Seltjarnarnesi. Staðsetning hússins er einstök og útsýnið  þaðan er bara bónus við  fjölbreytt og áhrifamikil viðfangsefni útskrifarnemendanna. Opið verður fimmtudag – sunnudags frá kl. 12.00-18.00.

/sr.