Námskeið á haustönn; byrjendanámskeið og tíska og “bjútií”ljósmyndun….

aa

Aftur mun Ljósmyndaskólinn bjóða upp á námskeiðið Ljósmyndun 1 sem er ætlað byrjendum í ljósmyndum.  Verður að sinni boðið upp á tvö námskeið.  Hvort námskeið er þrjú kvöld frá kl. 18.00-21.00.

Á Námskeiðinu Ljósmyndun 1 eru kennd undirstöðuatriði í ljósmyndun; allt það sem þú þarft til að byrja að skapa þínar eigin myndir.

Dagsetningar fyrra námskeiðsins eru 2.,.8. og 13.  september og seinna námskeiðið verður dagana 27., 29. september og þann 4. október.

Atli160428-150202-Edit

Nú  í byrjun hausts, nánar tiltekið dagana  9.-11. september 2016, mun Kári Sverris halda námskeið í tímarita „bjútí“ og tískuljósmyndun.

imagecache_h__400@2ximage_65723407_c

Nánar má fræðast um þessi námskeið hér á síðunni undir flipanum Námskeið.   Þar er  hægt að nálgast allar frekari upplýsingar um námskeið eða vinnustofur í ljósmyndun sem eru reglulega í boði á vegum skólans.

Bent er á að mögulegt er að kaupa gjafakort hjá Ljósmyndaskólanum sem hægt er að nota sem greiðslu upp í ýmis námskeið. Þá er best að hafa samband við skrifstofu skólans, info@ljosmyndaskolinn.is eða með því að hringja í síma 5620623.

Sótt er um námskeiðin með því að skrifa tölvupóst á netfangið info@ljosmyndaskolinn.is eða með því að hringja í síma 5620623.