Námskeið í bókabindingu og bókagerð í Ljósmyndaskólanum í ágúst.

aa

Listakonan Kolbrún Inga Söring heldur námskeið í bókgerð og bókbindingu  í Ljósmyndaskólanum dagana 16.,19. og 23. ágúst.

Námskeiðið er ætlað byrjendum í bókagerð.

Kennt verður þrjú kvöld; 16. ágúst, 19. ágúst og 23. ágúst, frá kl. 18-21 í húsnæði Ljósmyndaskólans að Hólmaslóð 6, Reykjavík.

Námskeiðið kostar kr. 20.000

Hámarksfjöldi þátttakenda er 20 manns.

Á námskeiðinu mun Kolbrún fara yfir  ólíkrar gerðir bóka s.s. listabækur, tímarit, ljóðabækur og fræðirit, en hver nemandi kemur svo með hugmynd að bók til að vinna að. Kannaðir verða möguleikar bókagerðar með forritum á borð við  Indesign  til algjörlega handgerðra bóka og skoðaðaðar ólíkar leiðir til þess að hanna bækur og ganga frá þeim. Hægt er að sauma bækur saman, líma þær og að hafa þær með eða án kápu svo dæmi séu nefnd en í raun eru möguleikarnir óendanlegir og þátttakendur á námskeiðinu eru hvattir til að stíga út fyrir þægindaramma sinn þegar kemur að bókagerðinni.

Þátttakendur eru hvattir til þess að koma með hugmynd að verkefni sem þá langar að vinna að, hafa með sér skæri, penna, liti, límstifti, og annað efni sem viðfangsefnið krefst. Frjálst er að koma með eigin pappír.

Á staðnum verður hvítur A4 pappír, nálar og tvinna og lím til bókbindingar og aðgangur að prentara.

Helstu þættir námskeiðsins eru þessir:

-Viðfangsefni könnuð.
-Uppbygging bókar.
-Farið í hina ýmsu möguleika í útfærslu bókbindingarinnar.
-Uppbrot og undirbúningur í saum.
-Bækurnar saumaðar saman.
-Saumaða hliðin límd og látin liggja.
-Bókarkápan hönnuð, lokafrágangur bókar.

Kolbrún Inga Söring, er listakona, stundaði nám við Ljósmyndaskólann og útskrifaðist með BA gráðu í myndlist árið 2016 frá Hogeschool van Kunsten Utrecht í Hollandi.  Kolbrún hefur lengi fengist við listsköpun af ýmsum toga,  tekið þátt í samsýningum á Spáni, Amsterdam, Utrecht og Reykjavík og haldið einkasýningar í Berlín og í Reykjavík.

Kolbrún segir: Bókarformið hefur lengi átt fótfestu í okkar daglega lífi, frá fréttablaðinu til skólabóka til þeirra bóka sem við lesum okkur til dægrastyttingar, alla daga, alla ævi. Bókarformið býður uppá margar skemmtilegar útfærslur á hugmyndum. Það er tilvalið í hilluna, til að geyma gersemar, ljóð, myndir, og fleira sem hugurinn geymir. Gerðu hugmynd þína að veruleika.

Námskeiðið heldur Kolbrún Inga til þess að gefa fólki möguleika á að útfæra bóka og tímaritahugmyndir sem það kann að hafa án þess að hafa kunnáttu til þess að útfæra það sjálft.

Hægt er að skoða verk frá Kolbrún Ingu á heimasíðu hennar
http://cargocollective.com/kolbruninga

Skráning fer fram með því að skrifa póst á  info@ljosmyndaskolinn.is eða að hringja í síma 5620623.

 

.

 

/sr.