Við kynnum stolt þetta námskeið hjá Agnieszku Sosnowska sem haldið verður hér í Ljósmyndaskólanum 14.- 18. júní 2017.
Ber það yfirskriftina Sjálfsmyndir – að nota sjálfsmyndir á listrænan máta.
Námskeiðið skiptist í fyrirlestra og verklegan hluta.
Þátttakendur þurfa að mæta með eigin myndavélar. Kennt verður á ensku.
Helstu þættir námskeiðsins:
-Skoðaðir verða ólíkir listamenn frá ýmsum tímum listasögunnar sem unnið hafa með sjálfsmyndir og notað þær sem tjáningarmáta með ýmsum hætti. Skoðuð verður saga sjálfsmynda, hugmyndafræðin að baki tjáningarmátanum og ólíkar aðferðir.
-Farið verður yfir tæknileg atriði varðndi sjálfsmyndatökur með ljósmyndavél.
-Þátttakendur vinna bæði í hópum og sem einstaklingar. Þeir taka sjálfsmyndir, vinna þær og njóta þar handleiðslu Agnieszku.
-Verk þátttakenda verða skoðuð, rædd og gagnrýnd bæði í hópum og í einstaklingstímum með kennara.
-Markmiðið er að hver nemandi nái að fullvinna a.m.k. 6 myndir fyrir portfólíu sína.
Agnieszka útskrifaðist með B.F.A gráðu í ljósmyndun frá Massachusetts College of Art og hefur síðan þá starfað sem listamaður og kennari.
Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir verk sín, meðal annars hin virtu verðlaun, Lence Culture.
Nánar má fræðast um Agnieszku og verk hennar á slóðinni: http://www.sosphotographs.com/
Námskeiðið verður kennt í húsnæði Ljósmyndaskólans að Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 15 manns.
Verð: kr. 68.000
Skráning fer fram á info@ljosmyndaskolinn.is
Nánari upplýsingar um námskeiðið má fá með því að senda póst á netfangið: info@ljosmyndaskolinn.is eða með því að hringja í síma 5620623.
Umsækjendum er bent á að í mörgum tilfellum er hægt að leita styrkja hjá starfsmenntunarsjóðum stéttarfélaga fyrir námskeiðsgjöldum.