Námskeið í tímarita “bjútí” og tískuljósmyndun með Kára Sverriss, dagana 6.-8. maí 2016.

aa

Námskeið í tímarita “bjútí” og tískuljósmyndun með Kára Sverriss, dagana 6.-8. maí 2016.

Námskeiðið skiptist í fyrirlestra og verklegan hluta. Í upphafi þurfa þátttakendur að mæta með eigin portfolio, 2-3 myndaseríur eða12 myndir sem lýsa stíl og áhugasviði viðkomandi.

-Á námskeiðinu er farið yfir tískuljósmyndun fyrr og nú, skoðaðar ólíkar áherslur innan greinarinnar og sjónum beint að þeim einstaklingum sem rutt hafa veginn.

-Nemendur æfast í notkun Mood-bord og í að beita skapandi hugmyndavinnu við undirbúning verkefna sinna.

-Farið verður yfir hvað helst einkennir tímarita “bjútí” tökur og tískuljósmyndun. Nemendur vinna síðan myndatökuverkefni í hópi.Unnið verður með íslenskum hönnuðum. Förðunarfræðingar og stílistar verða á staðnum og munu nemendur geta notið aðstoðar þeirra eftir þörfum.

-Verkefnin verða síðan rædd og metin og fá hóparnir umsögn um þau.

-Hver hópur velur fjórar myndir úr verkefni sínu til að vinna frekar og í námskeiðslok verður sett upp sýning fyrir aðstandendur og kennara.

Tími:

22/4 kl. 15.00-20.00

23/4 kl. 09.00-16.00

24/4 kl. 10.00-19.00

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Kári Sverrisson sem árið 2014 útskrifaðist með mastersgráðu í tískuljósmyndun frá London College of Fashion.

http://www.karisverriss.com/

Hámarksfjöldi þátttakenda á námskeiðið er 15 manns.

Kennt verður í húsnæði Ljósmyndaskólans að Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík.

Verð: kr. 65.000

Skráning fer fram á info@ljosmyndaskolinn.is

Nánari upplýsingar um námskeiðið má fá með því að senda póst á netfangið: info@ljosmyndaskolinn.is eða með því að hringja í síma 5620623.

Bent er á að þeir sem eiga rétt á styrk frá starfsmenntasjóðum stéttarfélaga sinna, t.d eins og VR, geta sótt um styrk til niðurgreiðslu á námskeiðsgjöldum.

 

imagecache_h__400@2ximage_992765341_c imagecache_h__400@2ximage_65723407_c imagecache_h__600@2ximage_531571053_cimagecache_h__600@2ximage_1019814483_c