


Við hjá Ljósmyndaskólanum höfum fundið fyrir vaxandi áhuga á styttri námskeiðum í ljósmyndun. Því höfum við ákveðið að bjóða upp á fjölbreytt úrval námskeiða sem henta bæði atvinnu- og áhugamönnum sem sækjast eftir að skerpa listræna og/eða tæknilega sýn sína í ljósmyndun. Þar á meðal munum við bjóða upp á námskeið þar sem ljósmyndatæknin er kennd í þrepum. Þannig getur nemandinn sjálfur ákveðið, eftir áhuga eða getu, hve djúpt hann vill fara í tæknina. Sumir þurfa einfaldlega að læra á myndavélina sína, aðrir vilja bæta myndatökur á snjallsíma og enn aðrir hafa áhuga á að læra myndvinnslu. Möguleikarnir eru endalausir þegar ljósmyndun er annars vegar.
Spennandi námskeið framundan.
Nicol Vizioli 28.09 – 02.10 2015
Saga Sig í haust
Sem dæmi um námskeið sem verða í boði:
Grunnnámskeið í ljósmyndun
Framhaldsnámskeið í ljósmyndun
Svart-hvít filmuljósmyndun
Ljósmyndanámskeið fyrir börn
Ljósmyndun fyrir snjallsíma