Námskeið: Nicol Vizioli 28.09 – 02.10 2015

Í lok september 28.09 til 02.10 mun ljósmyndarinn Nicol Vizioli halda einstaklega spennandi námskeið í Ljósmyndaskólanum. Vizioli er ítalskur ljósmyndari sem hóf listrænan feril sinn sem listmálari. Með tímanum varð hún heilluð af ljósmyndun sem listrænum miðli en innblástur fær hún bæði úr náttúrulífi, dýralífi, goðsögnum, bókmenntum og að sjálfsögðu öðrum sjónrænum listum. Vizioli útskrifaðist með M.A. í tískuljósmyndun frá University of Art í London. Síðan þá hefur hún kennt bæði við LCE og Rome, IT, haldið námskeið, unnið til ótal verðlauna fyrir ljósmyndaverkefni sín og haldið fjöldan allan af sýningum.

Þetta námskeið er ætlað bæði atvinnu- og áhugamönnum.

Fleiri verk eftir Nikol Vizioli má skoða á
www.nicolvizioli.com

Dagskrá námskeiðsins er á slóðinni hér fyrir neðan:

Nicol Vizioli Workshop

Þeir sem vilja frekari upplýsingar um námskeiðið eða ætla að skrá sig hafi samband við Ljósmyndaskólann á info@ljosmyndaskolinn.is eða í síma 5620623.

Til baka á námskeið

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Instagram#ljosmyndaskolinn