Nicholas Alexander Grange – Bergmál

aa

Nicholas Alexander Grange

Bergmál

Nicholas er þekktur fyrir gáskafullar klippimyndir en í lokaverkefni sínu, Bergmáli, má sjá hispurslausar og persónulegar ljósmyndir. Í verkefninu kannar hann tilfinningalegt ferðalag þess sem er að reyna að ná tengslum við sjálfan sig á ný eftir sáran missi. Með röð eldri jafnt sem nýrra ljósmynda sýnir Nicholas fram á vensl umhverfis og sorgar, með vídd tímans í lykilhlutverki.