Nú er opið fyrir umsóknir um nám í Ljósmyndaskólanum skólaárið 2016-2017.

aa

Umsókn um skóla 2016-17

Til að fá inntöku í Ljósmyndaskólann þarf umsækjandi að hafa lokið námi í framhaldsskóla eða öðru sambærilegu námi. Gerð er krafa um grundvallarþekkingu í ljósmyndun og tölvukunnáttu. Umsóknum skal fylgja ferilskrá, texti um það hvers vegna sótt er um nám við skólann og myndamappa/portfólía eða önnur verk sem endurspegla skapandi áherslur umsækjanda.

Í umsóknarferlinu verður umsækjandi boðaður í viðtal til skólastjórnenda. Umsóknin í heild sinni, viðtalið, portfólían eða þau verk önnur sem umsækjandi leggur fram, liggja til grundvallar mati á því hvort umsækjanda verður veitt skólavist í Ljósmyndaskólanum.

Hægt er að sækja um undanþágu frá skilyrðum til skólastjóra sem tekur afstöðu til umsóknar eftir aðstæðum hverju sinni. Við slíka undanþágu er sérstaklega horft til aldurs, starfsreynslu og þekkingar á ljósmyndun.

Myndamappa eða portfólía umsækjanda þarf að innihalda að minnsta kosti 3-5 verk sem geta verið af ýmsum toga; ljósmyndir, teikningar, “collage”, hugmyndavinnubók, videó eða annað það sem endurspeglar skapandi áherslur umsækjanda. Portfólíuna þarf að senda til Ljósmyndaskólans, Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík fyrir 15. júní. Hún þarf að vera vandlega merkt viðkomandi með nafni og símanúmeri.

Umsóknarfrestur um nám í skólanum er til 15. júní 2016.

Nánari upplýsingar um inntökuferlið er að finna hér á síðunni undir flipanum: Námið.