Opið er fyrir umsóknir fyrir skólaárið 2021 – 2022

aa

Nú er opið fyrir umsóknir fyrir komandi skólaár. Umsóknarfrestur er til og með 5. júní.

Námið sem boðið er upp á við skólann er diplomanám á fjórða hæfniþrepi. Forkröfur í námið er stúdentspróf.

Umsóknum skal skilað á netfangið ljosmyndaskolinn@ljosmyndaskolinn.is

Allar upplýsingar um um umsóknarferlið er að finna á heimasíðu skólans undir flipanum NÁMIÐ.

GOTT ER AÐ HAFA EFTIRFARANDI Í HUGA VARÐANDI UMSÓKNARFERLIÐ.

  1. Umskókn er send á netfangið ljosmyndaskolinn@ljosmyndaskolinn.is
  2. Í umsókn  þurfa að koma fram eftirfarandi upplýsingar um umsækjenda: a) Fullt nafn, heimilisfang, kt. og símanúmer b) Nám, gráður og fyrri störf og tímabil c) Stutt lýsing á því af hverju umsækjandi vill læra ljósmyndun d) Hvað hyggst viðkomandi fyrir með námi í ljósmyndun e) Hverskonar ljósmyndun er það sem viðkomandi hefur mestan áhuga á?
  3. Myndamappa.Umsóknum skal fylgja  myndamappa eða verk sem endurspegla skapandi áherslur umsækjanda. Möppu er hægt að senda rafræna eða þá með pósti á heimilisfangið: Ljósmyndaskólinn, Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík.
  4. Viðtal. Í umsóknarferlinu verður umsækjandi boðaður í viðtal til skólastjórnenda. Þar er meðal annars leitast við að meta hvernig námið við skólann muni henta umsækjanda og markmiðum hans.
    Umsóknin, viðtalið og myndamappan eða þau verk önnur sem umsækjandi leggur fram, liggja til grundvallar mati á því hvort umsækjanda verður veitt skólavist í Ljósmyndaskólanum. Umsækjendur fá svar við umsókn sinni með tölvupósti.

/sr.