Opið fyrir umsóknir næsta skólaár – 2020 – 2021

aa

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um nám í  Ljósmyndaskólanum  fyrir næsta skólaár. Sótt er um af heimasíðu skólans og þar er einnig að finna allar upplýsingar um námið, inntökuskilyrði og inntökuferlið. Eins er hægt að skrifa póst á netfangið ljosmyndaskolinn@ljosmyndaskolinn.is eða hringja í síma 5620623 til þess að leita upplýsinga um nám og inntökuferli.

Umsókanrfrestur er til og með 5. júní 2020.

Möppur sem fylgja þurfa umsókn er hægt að senda í pósti á heimilisfang skólans:

Ljósmyndaskólinn,

Hólmaslóð 6,

101 Reykjavík.

Eins er hægt að koma með þær á skrifstofu skólans á skrifstofutíma á milli  09.00 – 16.00.

Athugið að í ljósi aðstæðna er að auki hægt að senda möppur rafrænt á netfangið:ljosmyndaskolinn@ljosmyndaskolinn.is

Pamela Perez tók myndina sem fylgir færslu. Hún er ein útskrifaðra nemenda skólans. ©pamelaperez.