Opið hús í Ljósmyndaskólanum á Menningarnótt 20. ágúst.

aa

Opið hús í Ljósmyndaskólanum á Menningarnótt frá kl.13.00-20.00.

Opið hús verður hjá Ljósmyndaskólanum að Hólmaslóð 6, laugardaginn 20. ágúst 2016. Gestum er boðið að koma og kynnast skólanum og starfsemi hans og ýmsum möguleikum skapandi ljósmyndunar. Fjölmargt verður í boði í húsnæði skólans þennan dag. Hægt verður að fylgjast með vinnu í myrkraherbergi og myndatöku í studíói, að taka myndir af sér og sínum í “Photo Booth” og fá þær prentaðar út gegn vægu gjaldi. Nemendur og starfsfólk aðstoða við það.

Einnig verður sett upp ljósmyndasýning í til kynningar á nýju vefgalleríi á vegum skólans. Þar verður hægt að kaupa ljósmyndaverk af ýmsum stærðum og gerðum eftir kennara og nemendur skólans. Ýmis verk verða til sölu á staðnum. Einnig verður boðið upp á listamannaspjall.

Nemendur og starfsfólk skólans eru á vappi, spjalla við gesti og svara fyrirspurnum. Allir eru velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur.

Staður: Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík

Tími: 13.00-20.00

Dagskrá:

Kl. 14.00 Hægt að fylgjast með myndatöku í studíói.

Kl. 15.00 Hægt að fylgjast með filmustækkun og annarri vinnu í myrkraherbergi.

Kl. 16.00 Hægt að fylgjast með myndatöku í studíói.

Kl. 17.00 Hægt að fylgjast með filmustækkun og annarri vinnu í myrkraherbergi.

18.00 Listamannaspjall.

IMG_5506 copy 2

Úr myrkraherberginu.

28_328_2

Margt skemmtilegt hægt að gera í Photo Booth!

06_jpg (1)

Agnieszka Sosnowska er  ein þeirra sem á myndir í vefgalleríinu sem kynnt  verður á Menningarnótt.