3. árs nemendur á Paris Photo sýningunni -2. pistill.

aa

img_3733

Tíðindakona bloggsins hitti á Elmu Karen, einn þeirra nemenda sem heimsótti sýninguna Paris Photo á dögunum og lagði fyrir hana eftirfarandi spurningu.  Hvað finnst þér nú eftirminnilegast, frá þessari ferð á sýninguna París Photo, Elma Karen?

“Já þarna á París Photo… ”   Elma Karen hugsar sig um dálitla stund. “Ég bara dálítið ráfaði um, var ekkert að eltast við eitthvað sérstakt… Var einhvernvegin alveg viss um að ef ég færi að eltast við eitthvað tiltekið þá færi ég á mis við eitthvað annað….. því maður leitar jú ekki að því sem maður veit ekki að er til, heldur bara rekst á það á svona vafri!!!  Mig bara að mæta öllu þarna á sýningunni með opnum huga og uppgötva eitthvað nýtt. Var alls ekki þarna til að sjá einhverjar frægar persónur endilega – en þess vegna var það einhvernvegin svo gaman að hitta ljómsmyndara sem ég þekki eða réttara sagt, ég þekki verkin hans og held mikið upp á þau. Hitti hann alveg óvart eiginlega.  Það var þannig að ég fer bara að spjalla við mann en við vorum bæði að skoða bækur þarna í einum básnum. Kom ekki í ljós alveg strax hver þetta var … en þetta var leikstjórinn og ljósmyndarinn Antoine D´Agata. Það var frábært að hitta á hann.

Mér fannst svo mjög áhugavert þana  að uppgötva öll þessi verðmæti í Ljósmyndabókum,… bókum sem gefnar eru út í mjög takmörkuðu upplagi og ég kom heim með nokkra svoleiðis sjaldgæfa dýrgripi. En kannski var merkilegasta upplifunin við þessa ferð á sýninguna að fá innsýn í þennan heim sem þar birtist. Við erum öll að spá í það hvernig við  getum “meikað það” eða hvernig við spjörum okkur þarna úti í hinum harða heimi…. þar eru allir á sama báti, líka þeir sem eru komnir lengra, eru þegar orðnir frægir. En það var afar áhugavert að sjá hve auðvelt það er að byggja upp einhverskonar tengslanet … bara mæta á staðinn og spjalla og vera með opinn huga.”